Hvítbeltingamót VBC, Hvítur á leik, fer fram á laugardaginn í fimmta sinn. Mótið er frábært mót fyrir byrjendur til að taka sín fyrstu skref í brasilísku jiu-jitsu.
Mótið fer fram í húsakynnum VBC í Kópavogi (Smiðjuvegi 28) og hefst mótið kl 11. Keppt verður í átta þyngdarflokkum karla og þremur flokkum kvenna auk opinna flokka en aðgangseyrir er 500 kr.
Mótið er hugsað sem byrjendamót og er ekki ætlað þeim sem hafa töluverða keppnisreynslu úr öðrum skyldum íþróttum á borð við júdó.
Líkt og undanfarin ár fara fram tvær ofurglímur áður en opnu flokkarnir hefjast. Í ár mætast annars vegar Bjarki Ómarsson (Mjölnir) og Hrafn Þráinsson (Momentum BJJ) og hins vegar Karlotta Brynja Baldvinsdóttir (VBC) og Anna Soffía Víkingsdóttir.
Kvennaflokkar:
-64 kg flokkur
-74kg flokkur
+74 kg flokkur
Karlaflokkar:
-64 kg flokkur
-70 kg flokkur
-76 kg flokkur
-82,3 kg flokkur
-88,3 kg flokkur
-94,3 kg flokkur
-100,5 kg flokkur
+100,5 kg flokkur