Hvítbeltingamót VBC í brasilísku jiu-jitsu fer fram á laugardaginn í húsakynnum VBC MMA. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið.
Keppt verður í fimm þyngdarflokkum karla og þremur kvenna og skulu skráningar berast eigi síður en 22. júlí. Hægt er að skrá sig með því að senda á netfangið motstjori@vbc.is og skal hvert félag senda inn keppnislista. Skráningargjald eru 2000 kr en aðgangseyrir fyrir áhorfendur eru 500 kr.
Mótið er aðeins fyrir hvítbeltinga og er keppt í galla (gi). Mótið fór fram í fyrsta sinn í fyrra og fór vel fram.
Tveir svo kallaðir „super fights“ fara fram líkt og í fyrra en ekki hefur verið greint frá því hverjir keppa. Í fyrra sigraði Halldór Logi Valsson úr Fenri Halldór Sveinsson úr Gracie Barra. Þá sigraði Birkir Freyr Helgason úr Mjölni Helga Rafn Guðmundsson úr Sleipni.
Vigtun fer fram 24. júlí milli 17 og 19 og skal greiða keppnisgjaldið við vigtun.
Mótið hefst kl 11 á laugardaginn en húsið opnar kl 10.