spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentIlia Topuria fyrsti maðurinn til að rota Max Holloway (myndband)

Ilia Topuria fyrsti maðurinn til að rota Max Holloway (myndband)

UFC 308 lauk rétt í þessu og er óhætt að segja að boðið hafi verið upp á flugeldasýningu í bland við tilfinningarússíbana.

Í aðalbardaga kvöldsins áttust við Ilia Topuria og Max Holloway en mikil eftirvænting hefur verið vegna viðureignar þessara tveggja enda líklega tveir af betri boxurum í UFC. Max Holloway var fljótur að komast í takt og var að lenda talsvert fleiri höggum í fyrstu lotu. Topuria pressaði Holloway og lenti sterkum höggum inn á milli og var duglegur að sparka í lappirnar á Holloway. Í annarri lotu virtist Holloway vera búin að lesa Topuria og var að lenda mikið af beinum höggum en þegar leið á komst Topuria betur inn í bardagann, náði fellu og góðum krók í lokin en Holloway var betri í lotunni.

Í þriðju lotu gerðist hið óhugsanlega en Topuria lenti sterku höggi og vankaði Holloway og fylgdi vel á eftir og rotaði Topuria Max Holloway með virkilega fallegum vinstri krók. Max Holloway hafði aldrei verið sleginn niður fyrir þennan bardaga hvað þá rotaður, það er nokkuð ljóst að Ilia Topuria er alvöru gæji. Alexander Volkanovski var í salnum og er ekki ólíklegt að hann fái annað tækifæri fljótlega til að hefna fyrir tapið gegn Topuria í febrúar á þessu ári.

Í næst síðasta bardaga kvöldsins áttust við Khamzat Chimaev og Robert Whittaker en Whittaker hefur langa sögu í deildinni, hefur verið meistari og var virkilega öflugur í síðasta bardaga. Khamzat skaut í fellu á fyrstu mínútunni og Whittaker var í miklu basli og hafði engin svör við glímunni hjá Khamzat og kláraði Khamzat hann með rear naked choke í fyrstu lotu. Þessi frammistaða er eflaust mikil vonbrigði fyrir Whittaker en Khamzat virkaði eins og náttúruafl í þessum bardaga og gæti hann vel fengið titilbardaga næst.

Í öðrum bardaga kvöldsins sigraði Magomed Ankalaev Aleksandar Rakic með einróma dómaraákvörðun í nokkuð rólegum bardaga. Lerone Murphy lifði af árás Dan Ige í fyrstu lotu þar sem Ige kláraði allan bensíntankinn og sigraði Murphy seinni tvær loturnar örugglega og vann á einróma dómaraákvörðun.

Shara Magomedov barðist við Armen Petrosyan í bardaga sem var saga tveggja lotna. Petrosyan var betri í fyrstu lotu og var að lenda talsvert fleiri höggum og var pressan sem hann setti á Shara að koma Shara í vandræði. Í annarri lotu fór Shara að lesa hreyfingar Petrosyan betur og var að lenda mikið af flottum spörkum. Þegar um 10 sekúndur voru eftir af lotunni reynir Shara spinning olnboga með hægri sem Petrosyan ver en snýr beint í hina áttina og smellir Petrosyan með spinning olnboga, að þessu sinni með vinstri hendi, og rotar Petrosyan. Petrosyan var með meðvitund þegar hann lenti í gólfinu og einhverjir töldu dómarann hafa stigið of snemma inn en sitt sýnist hverjum og góður sigur Shara Magamedov staðreynd.

Á prelims hluta kvöldsins sigraði Geoff Neal Rafael Dos Anjos þar sem Dos Anjos meiddist á vinstri fæti í fyrstu lotu. Mateusz Rebecki sigraði Myktybek Orolbai með klofinni dómaraákvörðun. Abus Magomedov sigraði Brunno Ferreira með uppgjafartaki í þriðju lotu.

Kennedy Nzechukwu sigraði Chris Barnett með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu í erfiðum bardaga fyrir Chris Barnett. Barnett virtist meiða sig í fætinum rétt áður en bardaginn byrjaði þegar hann stappaði niður fótunum sem varð að stóru vandamáli fyrir hann.

Farid Basharat sigraði Victor Hugo með einróma dómaraákvörðun, Ismail Naurdiev sigraði Bruno Silva með einróma dómaraákvörðun og Rinat Fakhretdinov sigraði Carlos Leal einnig með einróma dómaraákvörðun. Lýsendurnir sögðu strax að þeir væru ósammála dómnum milli Fakhretdinov og Leal. Leal stóð sig mjög vel og áttu líklega flestir von á því að hann yrði tilkynntur sem sigurvegari og enn fleiri þegar heyrðist að dómurinn væri einróma en svo var ekki og einn dómarinn gaf m.a.s. allar 3 loturnar til Fakhretdinov.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular