spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaInga Birna með brons á Copenhagen Open

Inga Birna með brons á Copenhagen Open

Inga Birna Ársælsdóttir fékk bronsverðlaun í opnum flokki í brasilísku jiu-jitsu á Copenhagen Open sem fram fór í gær.

Inga Birna keppti fyrir hönd Mjölnis en hún var bara ein skráð í -64 kg flokk fjólublábeltinga í galla. Hún var því sjálfkrafa skráð í opinn flokk fjólublábeltinga þar sem hún fékk tvær glímur.

Fyrri glímuna vann hún á stigum en Inga hafði tapað fyrir sama mótherja á Nordic Open í vor. Seinni glímunni tapaði hún og fékk að launum bronsverðlaun.

Inga Birna þurfti svo að sætta sig við tvö töp gegn sömu stelpunni í nogi (án galla). Fyrra tapið var í þeirra flokki og það seinna í opna flokkinum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular