spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÍslandsmeistaramótið 2019 úrslit

Íslandsmeistaramótið 2019 úrslit

Margrét Ýr og Halldór Logi.

Íslandsmeistaramótið í brasilísku jiu-jitsu fór fram í dag. Keppt var í barna-, unglinga- og fullorðinsflokkum en yfir 200 keppendur voru skráðir.

Það voru þau Margrét Ýr Sigurjónsdóttir og Halldór Logi Valsson sem voru sigurvegarar dagsins í fullorðinsflokkum. Margrét tók -74 kg flokk kvenna (lituð belti) og opinn flokk kvenna. Halldór Logi Valsson tók -100,5 kg flokk brúnbeltinga og svartbeltinga og sigraði einnig opinn flokk karla. Bæði koma þau úr Mjölni og voru að vinna opnu flokkana á Íslandsmeistaramótinu í fyrsta sinn.

Anna Rakel Arnardóttir úr Mjölni vann opinn flokk stúlkna (15-17 ára) og Egill Logason úr VBC vann opinn flokk drengja en Egill tók einnig -75 kg flokk drengja.

Í -70 kg flokki blábeltinga gerðist ansi athyglisvert atvik í dag. Þar mættust feðgarnir Jeremy Aclipen og Mikael Aclipen í úrslitum. Þetta er sennilega í fyrsta sinn sem feðgar mætast á BJJ móti á Íslandi en glíman entist þó ekki lengi. Jeremy tappaði út um leið og glíman byrjaði og vann Mikael því flokkinn. Mikael keppti einnig á unglingamótinu í dag þar sem hann var í 2. sæti í -70 kg flokki 16-17 ára.

Úrslit allra flokka mótsins má sjá hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular