spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÍslandsmeistaramótið í hnefaleikum: Úrslit

Íslandsmeistaramótið í hnefaleikum: Úrslit

Íslandsmeistaramótið í hnefaleikum fór fram á undanförnum dögum. Mótið kláraðist í gærkvöldi og hér má sjá öll helstu úrslit mótsins.

Fyrsti hluti undanviðureigna fór fram á fimmtudaginn var en keppt var í einum þyngdarflokki, -75 kg karla. Þar mættust þeir Bjarni Ottóson úr HR/Mjölni og Jóhann Friðrik úr Hnefaleikafélaginu Æsi. Bjarni Ottóson sigraði eftir einróma dómaraákvörðun.

Seinni hluti undanúrslita fór fram á laugardaginn í nýju Mjölnishöllini og fóru þar fram sjö bardagar. Þórður Bjarkar frá HFK/VBC tók á móti Fannari Má úr HR/Mjölni í -64 kg flokki og þar sigraði Þórður bardagann eftir að dómarinn stoppaði bardagann í annarri lotu. Einnig í -64 kg flokki tók Pawel Uscilowski úr HFR/Mjölni á móti Bárði Lárussyni úr HFK/VBC þar sem Pawel fór með sigur úr bítum í æsilegum bardaga. Bardaginn var mjög skemmtilegur og kláruðu báðir bardagamenn alla þá orku sem þeir áttu.

Í -69 kg flokki kepptu þeir Ásgrímur Egilsson úr HFK/VBC og Þorsteinn Snær frá Hnefaleikafélagi Reykjaness. Þeir áttu glæsilegan bardaga og skiptust á höggum en Ásgrímur sigraði eftir dómaraúrskurð.

Í -75 kg karla fóru fram tveir bardagar. Arnór Már úr HFH sigraði Elmar Frey frá HFA á sannfærandi hátt. Í sama þyngdarflokki tók Íslandsmeistarinn Jafet Örn frá HFK/VBC á móti Bjarna Óttósyni. Bjarni hafði sigrað undanviðureign tveimur dögum áður en hann þurfti að játa sig sigraðan á laugardaginn þar sem Jafet Örn sigraði eftir einróma dómaraákvörðun.

í -91 kg flokki fóru einnig fram tveir bardagar. Kristján Kristjánsson frá HFK/VBC sigraði Hrólf Ólafsson frá HR/Mjölni eftir dómaraúrskurð og Rúnar Svavarsson frá HFK/VBC sigraði Stefán Hannesson frá Hnefaleikafélaginu Æsi þar sem dómarinn stoppaði bardagann í þriðju lotu.

Úrslitabardagarnir fóru svo fram í gær í Mjölnishöllinni en hér má sjá úrslit mótsins:

-64 kg unglingaflokkur:

1. sæti: Emin Kadri (HFK)
2. sæti: Þórarinn S. Þórðarsson (Æsir)

-64 kg ungmennaflokkur:

1. sæti: Bjarni Þór Benediktsson (HAK)
2. sæti: Sólon Ísfeld (Æsir)

-64 kg flokkur:

1. sæti: Þórður Bjarkar (HFK/VBC)
2. sæti: Pawel Uscilowski (HR/Mjölnir)
3. sæti: Bárður Lárusson (HFK/VBC)

-69 kg flokkur:

1. sæti: Ásgrímur Egilsson (HFK/VBC)
2. sæti: Sævar Ingi Rúnarsson (HFA)
3. sæti: Þorsteinn Snær Róbertsson (Æsir)

-75 kg flokkur:

1. sæti: Jafet Örn Þorsteinsson (HFK/VBC)
2. sæti: Arnór Már Grímsson (HFH)
3. sæti: Bjarni Ottóson (HR/Mjölnir)

-81 kg flokkur:

1. sæti: Tómas E. Ólafsson (Æsir)
2. sæti: Almar Ögmundsson (HFA)

-91 kg flokkur:

1. sæti: Kristján Kristjánsson (HFK/VBC)
2. sæti: Rúnar Svavarsson (HFK/VBC)
3. sæti: Stefán Hannesson (Æsir)

-69 kg flokkur kvenna:

1. sæti: Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir (Æsir)
2. sæti: Kara Guðmundsdóttir (Æsir)

-75 kg flokkur kvenna:

1. sæti: Margrét Guðrún Svavarsdóttir (HFR)
2. sæti: Sigríður Bjarnadóttir (HFA)

MMA Fréttir óskar öllum sigurvegurum og nýkrýndum Íslandsmeisturum innilega til hamingju.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular