spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxÍslenska landsliðið í hnefaleikum heldur út á Norðurlandameistaramótið.

Íslenska landsliðið í hnefaleikum heldur út á Norðurlandameistaramótið.

(Uppröðunin á liðsmyndinni: Gabríel Waren, Hafþór Magnússon, Erika Nótt Einarsdóttir, Elmar Gauti Halldórsson, Nóel Freyr Ragnarsson, Benedikt Gylfi Eiríksson, Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari, Arnór Már Grímsson aðstoðarþjálfari)

Íslenska landsliðið í hnefaleikum heldur til Danmerkur á Norðurlandamót núna helgina 22-24 mars. Á mótinu mætast landslið Norðurlandanna þ.e. Ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland og er samkeppnin hörð. Ísland hefur keppt þó nokkrum sinnum á Norðurlandamóti og meðal annars haldið það einu sinni. Aldrei hefur Íslendingi tekist að ná í gull en þó nokkrum sinnum hefur náðst silfur og oft virkilega tæpt að ná að hreppa gullið.

Landsliðsþjálfarinn liðsins, Davíð Rúnar Bjarnason, er bjartsýnn og segir liðið vel undirbúið til að fara út. Segir hann að lið eigi fullt erindi til að fara alla leið og ná þeim árangri að komast efst á verðlaunapall. Landsliðið hefur verið í ströngum æfingum upp á síðkastið eins og fyrir aðrar keppnir. Davíð Rúnar segir keppnisliðið vel undirbúið fyrir átökin! Davíð heldur ekki einn út í landsliðverkefnið, með honum fara þeir Arnór Már Grímsson þjálfari Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar og Bjarni Þór Benediktsson þjálfari Hnefaleikafélags Akraness sem aðstoðarþjálfarar.

Framtíðin er björt í íslenskum hnefaleikum en íþróttagreinin hefur stækkað hratt hér á landi síðustu ár og er landsliðið mjög sterkt. Davíð er spenntur fyrir framhaldinu, en komandi kynslóðir í greininni eru að sýna miklar bætingar og er mjög spennandi að sjá það sem koma skal. Davíð segir markmiðin skýr – koma íslenska landssliðinu á fleiri alþjóðleg mót, ná árangri á þeim mótum og sjá til þess að það sé alvöru vöxtur í hnefaleikum hér á landi og ýta undir frekari árangur hjá landsliðinu.

Landsliðssætin í þessu verkefni skipa eftirfarandi:

U19 -54kg Kvenna : Erika Nótt Einarsdóttir – Hnefaleikafélag Reykjavíkur/WCBA

U19 -63,5kg Karla: Gabríel Waren – Hnefaleikafélag Reykjavíkur/WCBA

U19 -67kg Karla: Nóel Freyr Ragnarsson – Hnefaleikafélag Reykjavíkur/WCBA

U19 -75kg Karla: Benedikt Gylfi Eiríksson – Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar

Elite -67kg Karla: Hafþór Magnússon – Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar

Elite -75kg Karla: Elmar Gauti Halldórsson – Hnefaleikafélag Reykjavíkur/WCBA

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular