0

Israel Adesanya fer upp í léttþungavigt og mætir Jan Blachowicz (staðfest)

Dana White, forseti UFC, staðfesti í gær að næsta titilvörn Jan Blachowicz verði gegn Israel Adesanya. Bardaginn verður í mars og verður aðalbardagi kvöldsins.

Jan Blachowicz varð meistari í léttþungavigt með sigri á Dominick Reyes í september. Hans fyrsta titilvörn verður gegn millivigtarmeistaranum Israel Adesanya á UFC 259 þann 6. mars.

Adesanya verður áfram meistari í millivigt og getur því orðið tvöfaldur meistari með sigri á Blachowicz í mars.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.