Yoel Romero hefur því miður þurft að draga sig úr áætluðum bardaga gegn Ronaldo ‘Jacare’ Souza í apríl vegna veikinda. Í hans stað kemur Jack Hermansson.
Þeir Yoel Romero og Jacare Souza áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Miami þann 27. apríl. Þetta átti að vera í annað sinn sem þeir mætast en fyrri bardagann vann Romero þegar þeir mættust 2015. Þá tók langan tíma að fá þá til að berjast en bardaginn féll tvisvar niður áður en þeir börðust loksins í desember 2015.
Nú átti að endurtaka leikinn en aftur hefur bardaginn verið felldur niður. Í þetta sinn er Yoel Romero að glíma við veikindi og getur því ekki barist. Í hans stað kemur norski Svíinn, Jack Hermansson, í hans stað.
Hermansson náði frábærum sigri um síðustu helgi þegar hann kláraði David Branch á 49 sekúndum. Hermansson hefur unnið þrjá bardaga í röð og situr í 10. sæti styrkleikalistans.
Jacare vill ólmur fá titilbardaga og hefur sagt að honum hafi verið lofað að fá titilbardaga með sigri. Jacare barðist síðast við Chris Weidman í nóvember og rotaði hann í 3. lotu. Biðin gætu þó orðið löng enda eiga þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya að berjast um bráðabirgðartitilinn um næstu helgi. Sigurvegarinn þar mun svo mæta meistaranum Robert Whittaker. Hinn 39 ára gamli Jacare gæti þar af leiðandi þurft að bíða í dágóða stund áður en hann fær titilbardaga.
Breaking: Jacare Souza vs. Jack Hermansson is verbally agreed to headline UFC Fight Night on April 27. Hermansson replaces Yoel Romero, who withdrew due to illness. UFC has promised Souza a title shot should he win. A victory would improve his UFC record to 10-3.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 6, 2019
From Jacare’s manager, Gilberto Faria: We know how hard it is to find someone to fight Jacare on short notice. Props to Jack for taking the fight. We are glad it’s been made clear a win will guarantee Jacare a title shot, something he’s pursued for many years.”
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 6, 2019