Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentUFC 236 Countdown

UFC 236 Countdown

UFC 236 fer fram næstu helgi og eru Countdown þættirnir fyrir bardagakvöldið komnir. Í þáttunum er hitað upp fyrir tvo stærstu bardaga kvöldsins en í báðum bardögum eru bráðabirgðatitlar í boði.

UFC 236 fer fram í Atlanta á laugardaginn. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Max Holloway og Dustin Poirier. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway er að fara upp í léttvigt og verður bráðabirgðarbelti í húfi. Ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er fjarri góðu gamni þar sem hann situr af sér keppnisbann og mun Holloway mæta Dustin Poirier. Sigurvegarinn fær svo bardaga gegn Khabib þegar meistarinn klárar bannið.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya en þar er einnig bráðabirgðartitill í húfi. Millivigtarmeistarinn Robert Whittaker er að jafna sig eftir slæmt kviðslit og hefur ekki varið titilinn sinn síðan í júní 2018. Það verður því enn einu bráðabirgðarbelti hent upp á meðan meistarinn jafnar sig.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular