Írski bardagamaðurinn James Gallagher dvelur hér á landi þessa dagana. Gallagher háði frumraun sína í Bellator fyrr í sumar en við spjölluðum við hann um frumraunina, styrktaræfingar og fleira.
James Gallagher (4-0) hefur dvalið hér á landi hátt í tíu sinnum þar sem hann hefur æft í Mjölni. Gallagher er aðeins 19 ára gamall og tók skrefið í atvinnumennskuna í fyrra. Áður en hann tók sinn fyrsta atvinnubardaga hafði hann barist 18 áhugamannabardaga frá 13 ára aldri. Þrátt fyrir ungan aldur er hann því með mikla reynslu.
Sjá einnig: The Strabanimal
James æfir hjá SBG í Dublin undir handleiðslu John Kavanagh. James er staðráðinn í að komast á toppinn og hefur hann strax vakið mikla athygli.
Viðtalið hér að neðan er aðeins fyrri partur viðtalsins en seinni hlutinn kemur á morgun. Þar fáum við m.a. að heyra spá hans fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz sem fram fer á laugardaginn.