Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJoanne Calderwood fær bónus og nýjan samning

Joanne Calderwood fær bónus og nýjan samning

Joanne CalderwoodSkoska bardagakonan Joanne Calderwood átti sína bestu frammistöðu í UFC um helgina. Eftir bardagann lýsti hún því yfir að hún væri blönk og þyrfti að fá sér vinnu meðfram bardagaferlinum.

Calderwood sigraði Valerie Létourneau með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Calderwood var vonsvikin yfir því að fá ekki frammistöðubónus eftir sigurinn. Calderwood hefur æft hjá Tristar í Kanada á undanförnum mánuðum en eftir bardagann kvaðst hún ekki hafa efni á því að fara strax aftur til Tristar. Á Instagram sagðist Calderwood ætla að fá sér vinnu heima í Skotlandi til að geta safnað fyrir annarri ferð til Tristar.

Í hlaðvarpinu Unfiltered sagði Dana White, forseti UFC, að Calderwood muni fá nýjan samning og bónus. „Þú sérð ekki svona tilþrif í 115 punda strávigtinni. Valerie fór fimm lotur með Joanna Jedrzejczyk og Joanna náði ekki að klára hana eins og Jojo gerði. Við munum sjá vel um hana og munum bjóða henni nýjan samning.“

Þetta var fyrsti bardagi Joanne Calderwood í 11 mánuði og verður bónusinn því kærkominn.

„Aðeins til að setja hlutina í samhengi þá vorum við ekki viss um hvort hún myndi berjast aftur. Hún var einu sinni sú efnilegasta í 115 pundunum og þurfti að ganga í gegnum erfiðleika. Hún er núna í góðum klúbbi og við munum hugsa vel um hana,“ sagði Dana White.

Calderwood tapaði óvænt fyrir Maryna Moroz í apríl 2015. Eftir bardagann viðurkenndi hún að hlutir í hennar persónulega lífi hefðu verið að trufla hana. UFC var því hikandi að skuldbinda sig til langs tíma við hana. Frammistaða hennar á laugardaginn sýndi UFC þó hvers hún er megnug og fær hún því nýjan samning með tilheyrandi launahækkun.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular