John Kavanagh, yfirþjálfari Conor McGregor, var vonsvikinn þegar UFC ákvað að svipta Conor fjaðurvigtarbeltinu á dögunum.
„Þetta var ákvörðun UFC. Persónulega var ég fyrir miklum vonbrigðum hvernig þeir gerðu þetta,“ sagði Kavanagh í morgunþætti Red FM útvarpsstöðvarinnar í Írlandi.
Á laugardaginn var Conor McGregor sviptur fjaðurvigtartitlinum og var Jose Aldo gerður að óumdeilanlegum fjaðurvigtarmeistara. Anthony Pettis og Max Holloway munu nú berjast í aðalbardaganum á UFC 206 upp á bráðabirgðartitilinn í fjaðurvigtinni.
„Þetta var klaufaleg framvinda. Aðalbardaginn á UFC 206 datt út og þeir hentu saman nýjum aðalbardaga af handahófi. Þeim fannst þeir verða að gera þetta að titilbardaga til að selja bardagann svo þeir bjuggu til annað bráðabirgðarbelti sem Jose Aldo var nú þegar með og gerðu Aldo að alvöru meistaranum. Fyrir mér er það bara fáranlegt.“
UFC 206 fer fram þann 10. desember og mun sigurvegarinn úr viðureign Holloway og Pettis mæta Jose Aldo á næsta ári.
„Það eru bara 11 mánuðir síðan Conor vann beltið. Það eru mörg dæmi um meistara sem hafa ekki varið beltið sitt í 15-18 mánuði. Það eru bara 11 mánuðir síðan hann vann beltið og hann hefur nú verið sviptur titlinum.“
„Mér fannst þetta skammsýnt af UFC og hvernig þeir gerðu þetta,“ sagði Kavanagh að lokum.
Heimild: Severe MMA