spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJohn Kavanagh: Þetta verður mikil áskorun fyrir Gunnar

John Kavanagh: Þetta verður mikil áskorun fyrir Gunnar

John Kavanagh ræddi við fjölmiðla í dag á fjölmiðladeginum í Glasgow. Kavanagh telur viðureignina við Ponzinibbio vera mjög áhugaverða þó gaman hefði verið að fá einhvern sem er nær titlinum.

Margar spurningarnar snérust um fjölmiðlatúr Floyd Mayweather og Conor McGregor en auðvitað nokkrar um Gunnar.

„Ég veit ekki einu sinni hvort Gunnar viti af þessum boxbardaga,“ grínaðist John Kavanagh. „Þegar hann er ekki að berjast í búrinu hef ég meiri áhyggjur af honum á sleðanum eða mótorhjólinu. Hann er ekki mikið fyrir að fylgjast með öllu á netinu.“

Gunnar mætir Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn og segir Kavanagh að Gunnar sé bestur þegar hann berst oft og hefur minni tíma til að fara á vélsleðann. Hann viðurkenndi þó að vera dálítið svekktur að Gunnar skildi ekki hafa fengið topp 10 andstæðing.

„Það voru dálítil vonbrigði ef ég á að segja eins og er. Hann hefur staðið sig mjög vel í síðustu tveimur bardögum og hefði verið frábært að fá einn af topp 10 gæjunum til að svara í símann en þeir vildu það ekki.“

Gunnar vildi fá einhvern á topp 10 í veltivigtinni eftir sigurinn á Alan Jouban en fékk þau skilaboð að enginn væri laus núna. „Af einhverri ástæðu var ekki nógu heillandi að vera í aðalbardaganum í Evrópu. Vel gert hjá Ponzinibbio að taka þennan bardaga,“ sagði Kavanagh.

„Þetta er mjög áhugaverð viðureign, þegar litið er á stíl þeirra er þetta mjög áhugavert. Santiago hefur frábæra felluvörn, gerir mikið standandi og er alltaf í mjög góðu formi. þetta verður mikil áskorun fyrir Gunnar.“

„En þegar uppi er staðið er Gunnar bardagamaður, þannig aflar hann tekna. Hvað á hann að gera, sitja á rassinum og spila tölvuleiki? Nei hann er bardagamaður. Hann heldur sér uppteknum og vonandi nær góðum sigri á sunnudaginn, og vonandi verða þessir topp 10 gæjar ekki of uppteknir við að þvo á sér hárið næst svo við getum komist að þessum titilbardaga.“

John Kavanagh

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular