spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJohn Kavanagh vonar að Khabib fái ekki þunga refsingu

John Kavanagh vonar að Khabib fái ekki þunga refsingu

John Kavanagh var gestur Joe Rogan í hlaðvarpi hans í gær. John Kavanagh segir að hegðun Khabib Nurmagomedov eftir bardagann gegn Conor hafi ekki verið neitt stórmál.

John Kavanagh, yfirþjálfari Conor, var gestur í þættinum í gær ásamt næringarfræðingnum George Lockhart. Kavanagh talaði um bardagann og slagsmálin eftir bardagann. Kavanagh var svekktur með úrslitin en fannst bardaginn frábær. Þá sagði hann að það sem Khabib gerði eftir bardagann hafi ekki verið neitt stórmál.

„Ég vona að íþróttasambandið í Nevada sýni Khabib miskunn. Ekki bara af því ég vil sjá hann mæta Conor aftur. Ég bara elska að sjá hann berjast. Ég skil viðbrögð hans. Ég skil hins vegar ekki hvað liðsfélagar hans voru að gera. Þetta er enginn heimsendir fyrir Khabib,“ sagði John Kavanagh.

Eftir bardagann stökk Khabib yfir búrið til að ráðast að Dillon Danis. Þrír liðsfélagar Khabib blönduðu sér hins vegar í málið og réðust að Conor í búrinu þar sem Conor var meðal annars kýldur í hnakkann.

„Ég held að þetta væri ekki stórmál ef þetta hefði bara verið Khabib. Hann kýldi ekki Dillon, það var mikið um hrindingar og stimpingar. Hverjum er ekki sama? En berhentur þjálfaður bardagamaður sem kemur aftan að manni sem var að berjast, er þreyttur, hefur farið í gegnum nokkrar lotur og fengið nokkur högg í sig, það verða að vera einhverjar afleiðingar af því. Það þarf að setja fordæmi, þetta er glæpsamlegt. Þetta var líkamsárás.“

Kavanagh var svekktur með úrslitin og sagði að þeir hefðu verið of varnarsinnaðir í undirbúningi sínum og það hafi bitnað á sóknum Conor í bardaganum. Kavanagh segir að Conor vilji ekki sjá neitt annað en annan bardaga gegn Khabib.

„Það er það eina sem ég heyri frá Conor. Ég veit að Tony Ferguson á skilið að fá titilbardaga. En ég veit líka að þetta er rekstur. Enduratið á milli Conor og Khabib myndi vera risastór bardagi.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular