Jólamót Reykjavík MMA fer fram nú á laugardaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið en bæði fullorðnir og unglingar eru gjaldgengnir á mótið.
Keppt er í nogi glímu (án galla) undir EBI reglum hjá fullorðnum (18 ára og eldri) og NAGA reglum hjá unglingum (10-17 ára). Skráningarfrestur rennur út í dag, 4. desember, en mótið hefst kl. 9 á laugardag og er byrjað á yngstu keppendunum.
Keppt er í fjórum þyngdarflokkum karla (-70 kg, -80 kg, -90 kg og +90 kg) og í tveimur þyngdarflokkum kvenna (-65 kg og +65 kg).
Aðgangseyrir fyrir áhorfendur er 500 kr. en nánar má fylgjast með mótinu á Smoothcomp.