
Tveir Mjölnismenn munu berjast á Golden Ticket 13 þann 14. desember. Báðir eru þeir að berjast sína fyrstu MMA bardaga.
Golden Ticket 13 fer fram í Birmingham þann 14. desember. Sigursteinn Óli Ingólfsson mun berjast sinn fyrsta MMA bardaga þegar hann mætir Julian Harris (1-1) í 57 kg fluguvigt. Sigursteinn er tvítugur og er fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu.
Venet Banushi er einnig að berjast sinn fyrsta MMA bardaga á sama kvöldi. Venet mætir CJ Ward í 70 kg léttvigt en Ward er einnig að berjast sinn fyrsta MMA bardaga.
Báðir bardagarnir eru áhugamannabardagar en hægt verður að horfa á bardagana í gegnum streymi.


Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023