0

Weili Zhang sögð mæta Joanna Jedrzejczyk á UFC 248 í mars

Það stefnir allt í að fyrsta titilvörn Weili Zhang verði gegn Joanna Jedrzejczyk. Nánast allt er klappað og klárt fyrir bardagann sem mun eiga sér stað þann 7. mars.

Weili Zhang (20-1) varð strávigtarmeistari kvenna með sigri á Jessica Andrade í ágúst á þessu ári. Zhang er fyrsti kínverski meistarinn í sögu UFC en samkvæmt ESPN hefur Zhang samþykkt að mæta Jedrzejczyk í mars. Zhang er 4-0 í UFC en hefur unnið 20 bardaga í röð.

Joanna Jedrzejczyk (16-3) er sigursælasti meistarinn í sögu strávigtar UFC en hún varði titilinn fimm sinnum áður en hún tapaði beltinu til Rose Namajunas. Jedrzejczyk hefur ekki komist í sama form og þegar hún var meistari en freistar þess nú að endurheimta beltið. Jedrzejczyk hefur unnið tvo bardaga í strávigtinni (gegn Tecia Torres og Michelle Waterson) síðan hún tapaði beltinu en í millitíðinni tapaði hún titilbardaga í fluguvigt gegn Valentina Shevchenko.

UFC hefur ekki staðfest bardagann en hann er sagður eiga sér stað á UFC 248 þann 7. mars. Óljóst er hvar bardagakvöldið fer fram en Las Vegas hefur verið nefnt til sögunnar.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.