Friday, April 26, 2024
HomeErlentWeili Zhang sögð mæta Joanna Jedrzejczyk á UFC 248 í mars

Weili Zhang sögð mæta Joanna Jedrzejczyk á UFC 248 í mars

Það stefnir allt í að fyrsta titilvörn Weili Zhang verði gegn Joanna Jedrzejczyk. Nánast allt er klappað og klárt fyrir bardagann sem mun eiga sér stað þann 7. mars.

Weili Zhang (20-1) varð strávigtarmeistari kvenna með sigri á Jessica Andrade í ágúst á þessu ári. Zhang er fyrsti kínverski meistarinn í sögu UFC en samkvæmt ESPN hefur Zhang samþykkt að mæta Jedrzejczyk í mars. Zhang er 4-0 í UFC en hefur unnið 20 bardaga í röð.

Joanna Jedrzejczyk (16-3) er sigursælasti meistarinn í sögu strávigtar UFC en hún varði titilinn fimm sinnum áður en hún tapaði beltinu til Rose Namajunas. Jedrzejczyk hefur ekki komist í sama form og þegar hún var meistari en freistar þess nú að endurheimta beltið. Jedrzejczyk hefur unnið tvo bardaga í strávigtinni (gegn Tecia Torres og Michelle Waterson) síðan hún tapaði beltinu en í millitíðinni tapaði hún titilbardaga í fluguvigt gegn Valentina Shevchenko.

UFC hefur ekki staðfest bardagann en hann er sagður eiga sér stað á UFC 248 þann 7. mars. Óljóst er hvar bardagakvöldið fer fram en Las Vegas hefur verið nefnt til sögunnar.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular