spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJólamót Sleipnis fyrir 30+ á laugardaginn

Jólamót Sleipnis fyrir 30+ á laugardaginn

Jólamót Sleipnis fyrir 30 ára og eldri fer fram í fyrsta sinn á laugardaginn. Keppt er í brasilísku jiu-jitsu og fer mótið fram í Reykjanesbæ.

Jólamótið er aðeins fyrir þá sem eru 30 ára og eldri. Jötnar, þursar og þursameyjar eru sérstaklega boðuð á mótið og allir 30+ með brotnar sálir eins og fram kemur á viðburðinum.

Ekki verður keppt í belta- eða þyngdarflokkum heldur einungis aldursflokkum (30-39 ára, 40-49 ára og 50+). Keppt er í galla og er einungis hægt að vinna á uppgjafartaki. Veitt verða sérstök verðlaun fyrir sigra í hverjum flokk fyrir sig auk bestu tilþrifa, besta uppgjafartakið, háttvirtisverðlaun fyrir góðan drengskap og sigra í opnum flokkum.

Mótið hefst kl. 11 og fer fram hjá Sleipni í Bardagahöllinni, Smiðjuvöllum 5.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular