spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Fitch hreinskilinn með fyrri steranotkun

Jon Fitch hreinskilinn með fyrri steranotkun

Jon Fitch mætir Rory MacDonald á Bellator 220 annað kvöld. Hinn 41 árs gamli Fitch talaði opinskátt um fyrri steranotkun á dögunum en taldi það ekki hafa hjálpað sér.

Jon Fitch mætir Rory MacDonald um veltivigtartitilinn annað kvöld. Bardaginn er hluti af veltivigtarmóti Bellator en þar sem MacDonald er ríkjandi meistari er beltið í húfi.

Þjálfari MacDonald, Firas Zahabi, hefur sakað Fitch um steranotkun en Fitch féll á lyfjaprófi árið 2014 eftir tap gegn Rousimar Palhares í World Series of Fighting. Fitch var með of hátt testósterón og fékk eins árs bann en Fitch hefur talað nokkuð opinskátt um um steranotkun sína á þeim tíma.

„Ég var að glíma við þunglyndi. Það voru vandræði heima fyrir með fjölskylduna og fjármál. Ég komst að því að menn sem ég hafði barist við voru á TRT [Testosterone Replacement Therapy], það voru margir að þessu og ég var að fá minna borgað þarna en í UFC. Ég hugsaði því með mér af hverju ég ætti að viðhalda þessari siðareglu, fá minna borgað og sjá fjölskylduna mína ströggla? Ég var með alls konar afsakanir af hverju það væri í lagi að svindla af því ég var að berjast við svindlara eins og Palhares,“ sagði Fitch við The MMA Hour í vikunni.

„Ég hafði enga hugmynd um hvað ég var að gera. Þetta var eins og í grínmynd þegar ég var að reyna að nota þetta, ég vissi ekkert hvað maður átti að gera. Ég gat ekki einu sinni glímt allar æfingabúðirnar því ég var svo aumur eftir sprauturnar þar sem ég var að gera þetta allt bandvitlaust. Ég veit ekki alveg hvað ég var að gera rangt en þetta er örugglega það heimskulegasta sem ég hef gert en um leið eitt af því besta sen hefur komið fyrir mig.“

Fitch segir að steranotkun hafi ekki hjálpað sér neitt en hann tapaði eftir 90 sekúndur gegn Palhares. „Ég held að testósterón hjálpi þér ekki þegar þú þarft að halda þér innan þyngdarflokks nema til að líta vel út. Ég gat étið alls konar ruslfæði en samt litið mjög vel út. Fyrir utan það fann ég ekki mikinn mun. Ég var ekki fljótari að jafna mig eftir æfingar, ég var ekki sterkari og ég var ekki hraðari. Ég held ég hafi ekki verið að gera nóg til að fá alla kostina en ég vildi heldur ekki þyngjast of mikið af vöðvum.“

„Ég var mjög ráðvilltur, vissi ekkert hvernig menn voru að gera þetta og ég var að reyna að fatta þetta allt sjálfur með því að finna upplýsingar á netinu. Ég var örugglega að gera eitthvað vitlaust. En ég fann engan mun og sé ekki kostina við að nota stera. Menn sem er að nota þetta eru að nota þetta sem hækju. Ég held að þetta sé ekki töfralausnin sem allir halda að þetta sé.

Bardaginn gegn Rory MacDonald verður aðalbardaginn á Bellator 220 annað kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular