Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeForsíðaFjórir keppendur frá Mjölni keppa á ADCC Trials í Póllandi

Fjórir keppendur frá Mjölni keppa á ADCC Trials í Póllandi

Frá vinstri: Valentin, Halldór, Kristján og Ingibjörg Birna.

ADCC European Trials fer fram í Póllandi á laugardaginn. Þar munu fjórir keppendur frá Mjölni keppa en sigurvegarinn í hverjum flokki fær boðsmiða á ADCC mótið í haust.

ADCC er sterkasta glímumót heims en mótið er haldið annað hvert ár. Mörgum af bestu glímumönnum heims er boðið að keppa á mótinu og þá fá sigurvegarar síðasta móts sjálfkrafa þátttökurétt. Það er einnig hægt að vinna sér inn þátttökurétt með sigri á úrtökumótum líkt og fer fram um helgina. ADCC er með tvö úrtökumót í Bandaríkjunum, tvö í Evrópu, eitt í Suður-Ameríku og eitt í Asíu.

Seinna úrtökumótið í Evrópu fer fram á laugardaginn í Poznan í Póllandi. Margir af færustu glímumönnum Evrópu munu freista þess að tryggja sér þátttökurétt á mótinu með því að vinna sinn flokk.

Ingibjörg Birna Ársælsdóttir keppir í -60 kg flokki en í hennar flokki eru 23 keppendur skráðar til leiks. Valentin Fels Camilleri keppir í -77 kg flokki en þar er 41 keppandi skráður til leiks. Þeir Kristján Helgi Hafliðason og Halldór Logi Valsson keppa svo báðir í -88 kg flokki en þar eru 36 keppendur skráðir til leiks. Þetta eru því stórir flokkar og ljóst að sigurvegarinn í hverjum flokki þarf að fara í gegnum margar glímur til að vinna sér inn þátttökurétt á ADCC.

Hægt er að horfa á mótið hjá FloGrappling hér gegn greiðslu. Mánaðargjald hjá FloGrappling kostar um það bil 1.500 kr en glímurnar byrja kl. 9:30 á íslenskum tíma.

Stóra ADCC mótið fer fram í Kaliforníu í haust en Gunnari Nelson hefur tvívegis verið boðið að keppa á mótinu, 2009 og 2011, og er hann eini Íslendingurinn sem hefur keppt á mótinu til þessa.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular