spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones ætlar ekki að berjast fyrr en á næsta ári

Jon Jones ætlar ekki að berjast fyrr en á næsta ári

Jon Jones ætlar að bíða með frumraun sína í þungavigt þar til á næsta ári. Jones hefur ekki barist í rúmt ár og þurfa aðdáendur hans að bíða enn lengur eftir að sjá hann í búrinu.

Jon Jones barðist síðast í febrúar 2020 þar sem hann sigraði Dominick Reyes í jöfnum bardaga. Haustið sama ár lét hann léttþungavigtarbeltið af hendi og lýsti því yfir að hann ætlaði sér upp í þungavigt.

Jones hefur síðan þá staðið í samningaviðræðum við UFC en ekki komist að samkomulagi. Jones verður ekki næsti áskorandi þungavigtarmeistarans Francis Ngannou heldur mun Ngannou að öllum líkindum mæta Derrick Lewis síðar í sumar.

Jones hefur verið að þyngja sig á síðustu mánuðum en vill taka sér enn lengri tíma til að komast í þá stærð sem hann vill sjá í þungavigt.

Það má því búast við að Jones berjist ekki fyrr en um mitt næsta ár en Jones verður 34 ára í sumar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular