Jon Jones ætlar að bíða með frumraun sína í þungavigt þar til á næsta ári. Jones hefur ekki barist í rúmt ár og þurfa aðdáendur hans að bíða enn lengur eftir að sjá hann í búrinu.
Jon Jones barðist síðast í febrúar 2020 þar sem hann sigraði Dominick Reyes í jöfnum bardaga. Haustið sama ár lét hann léttþungavigtarbeltið af hendi og lýsti því yfir að hann ætlaði sér upp í þungavigt.
Jones hefur síðan þá staðið í samningaviðræðum við UFC en ekki komist að samkomulagi. Jones verður ekki næsti áskorandi þungavigtarmeistarans Francis Ngannou heldur mun Ngannou að öllum líkindum mæta Derrick Lewis síðar í sumar.
Jones hefur verið að þyngja sig á síðustu mánuðum en vill taka sér enn lengri tíma til að komast í þá stærð sem hann vill sjá í þungavigt.
Honestly I feel like the only people that it benefits, me jumping in their early are the other heavy weights. The way I’m training, I’m gonna be a real problem this time next year. I’m comfortable enough to wait and that’s exactly what I’ll do
— BONY (@JonnyBones) May 25, 2021
Yes, I got a feeling you guys will still be around. The sport should be bigger than ever by then.. Always looking on the bright side https://t.co/YwB9nGudMb
— BONY (@JonnyBones) May 25, 2021
Man I’m telling you, I’ve always been the skinny one in my family. Becoming a proper heavy weight is a lot more difficult than I had ever anticipated. I want to do it right the first time. https://t.co/VjnZkh0q6N
— BONY (@JonnyBones) May 25, 2021
Það má því búast við að Jones berjist ekki fyrr en um mitt næsta ár en Jones verður 34 ára í sumar.