Wednesday, April 17, 2024
HomeErlentJon Jones djammaði alltaf viku fyrir bardaga

Jon Jones djammaði alltaf viku fyrir bardaga

Jon Jones var gestur í hlaðvarpi Joe Rogan á fimmtudaginn. Þar opnaði hann sig um hin ýmsu málefni eins og partýstandið, lyfjaprófið sem hann féll á, árekstur og fleira.

Jon Jones var dæmdur í eins árs keppnisbann í nóvember eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hann hefur verið í algjöru bulli undanfarin tvö ár og hver skandallinn á eftir öðrum skotist upp.

Eitt það áhugaverðasta sem Jones sagði var þegar hann viðurkenndi að hann hafi djammað viku fyrir hvern bardaga. Þetta gerði hann til að búa til einhverja afsökun hjá sér ef hann skyldi tapa. „Ég tapaði þar sem ég varð blindfullur viku fyrir bardagann,“ var afsökunin sem hann var tilbúinn með ef hann skyldi tapa.

Í apríl í fyrra varð Jones valdur að árekstri þar sem bílstjóri hins bílsins var ólétt. Jones flúði af vettvangi og greindi hann frá atvikinu í hlaðvarpinu. Jones leið eins og skrímsli þegar hann áttaði sig á því að bílstjórinn var barnshafandi.

Jon Jones féll á lyfjaprófi skömmu fyrir UFC 200 í sumar. Í lyfsýni hans fundust estrógen-hindrar en Jones heldur því fram að efnið hafi komið úr stinningarlyfi sem hann tók. USADA komst að sömu niðurstöðu og getur Jones farið að keppa aftur í júlí á næsta ári.

Hlaðvarpið var gríðarlega áhugavert en hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular