0

Brynjar Örn með fern verðlaun á Berlin Open

brynjar-orn

Brynjar Örn fyrir miðju í glæsilegum sandölum.

Brynjar Örn Ellertsson úr Mjölni nældi sér í fern verðlaun á Berlin Open í brasilísku jiu-jitsu í gær.

Brynjar keppti í +100,5 kg flokki, 30-35 ára fjólublábeltinga. Keppt var bæði í galla (gi) og án galla (nogi) í gær.

Í galla nældi Brynjar sér í tvöfalt gull. Hann fékk sjálfkrafa gull í sínum flokki þar sem hann var sá eini sem skráður var í flokknum en fékk þrjár glímur í opna flokki fjólublábeltinga og tók gullið þar.

Í nogi hluta mótsins fékk hann tvöfalt silfur. Hann tapaði glímunni sinni í sínum þyngdarflokki og fékk svo fjórar glímur í opna flokkinum þar sem hann fór alla leið í úrslit. Í úrslitum mátti hann sætta sig við tap en getur vel við unað eftir helgina eftir átta glímur og fern verðlaun á einum degi.

 

 

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.