Thursday, April 18, 2024
HomeErlentÚrslit TUF 24 Finale

Úrslit TUF 24 Finale

tuf-24-finaleÚrslitakvöld 24 seríu TUF fór fram í nótt. Demetrious Johnson og Tim Elliot börðust um fluguvigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins.

Demetrious Johnson varði fluguvigtartitil sinn í níunda sinn í gær. Nú þarf hann bara að verja titilinn sinn einu sinni enn og þá jafnar hann met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í UFC.

Tim Elliot veitti honum þó meiri mótspyrnu en flestir bjuggust við og stóð sig mjög vel gegn einum besta bardagamanni heims. Hann sýndi að hann á klárlega heima í UFC og var bardaginn skemmtilegur.

Joseph Benavidez sigraði Henry Cejudo eftir dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga og þá kláraði Jorge Masvidal Jake Ellenberger eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu. Það var þó skrítinn endir á bardaganum þar sem Ellenberger festi tána í búrinu og var fastur á meðan Masvidal var að kýla hann.

Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson sigraði Tim Elliott eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Joseph Benavidez sigraði Henry Cejudo eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Jorge Masvidal sigraði Jake Ellenberger með tæknilegu rothöggi eftir 4:05 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Jared Cannonier sigraði Ion Cutelaba eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Sara McMann sigraði Alexis Davis með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 2:52 í 2. lotu.
Fluguvigt: Brandon Moreno sigraði Ryan Benoit eftir klofna dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1):

Fjaðurvigt: Ryan Hall sigraði Gray Maynard eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Rob Font sigraði Matt Schnell með rothöggi eftir 3:47 í 1. lotu.
Léttvigt: Dong Hyun Kim sigraði Brendan O’Reilly eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Jamie Moyle sigraði Kailin Curran eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Millivigt: Anthony Smith sigraði Elvis Mutapcic með tæknilegu rothöggi eftir 3:27 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Devin Clark sigraði Josh Stansbury eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular