Nýjustu fréttir af máli Jones herma að hann hafi flúið af slysstað. Lögreglumaður sem var ekki á vakt kveðst hafa séð Jones hlaupa af slysstað.
Slúðurmiðillinn TMZ greindi frá þessu fyrir skömmu. Þó TMZ sé langt í frá að vera áreiðanlegur miðill hefur Brett Okomoto hjá ESPN birt frekari fregnir um málið og er hann talsvert áreiðanlegri.
Samkvæmt vitni hljóp Jones af slysstað eftir þriggja bíla árekstur. Bifreið Jones reyndist vera á leigu og var Jones skráður fyrir bifreiðinni. Jones er grunaður en lögreglan í Albuquerque hefur ekki enn náð tali af honum vegna málsins.
Brett Okomoto hefur haldið áfram að fjalla um málið á Twitter og vísar þar í lögregluskýrslu málsins.
Jones Update: ABQ off duty policeman identified Jones running from three-car accident. He was in a rental car. Marijuana pipe inside.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 27, 2015
No cocaine was found in the rental car Jones fled. ABQ spokesperson was very clear on that. — Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 27, 2015
According to police report, suspect fled then returned to the car to grab a large hand full of cash.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 27, 2015
Ariel Helwani hefur einnig tjáð sig um málið:
New information on Jones story coming to @MMAFighting. Police report claiming there was a marijuana pipe + marijuana in car. He fled scene.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) April 27, 2015
From ABQ PD just now: We have not heard from Jon or his lawyer. We are currently following up with the victim to check on her health status. — Ariel Helwani (@arielhelwani) April 27, 2015
Eitt fórnarlamba slyssins var tvítug ólétt kona. Fyrstu fréttir á Twitter hermdu að kókaín hefði fundist í bifreiðinni en það virðist ekki vera rétt samkvæmt Okomoto. Marijúana pípa og marijúana fannst hins vegar. Jon Jones var eins og frægt er orðið sendur í sólarhringsmeðferð eftir að kókaín fannst í blóði hans á lyfjaprófi. Enn hefur ekkert heyrst í Jon Jones og er bardaginn enn á dagskrá á UFC 187 þann 23. maí.
Því meira sem kemur upp í málinu lítur þetta verr og verr út fyrir Jones. Það er ljóst að eitthvað mikið hefur gengið á aðfaranótt sunnudags hjá Jon Jones.
Uppfært: David Kano birti lögregluskýrsli málsins á Twitter: