spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones snýr aftur á UFC 197 og mætir Daniel Cormier

Jon Jones snýr aftur á UFC 197 og mætir Daniel Cormier

UFC staðfesti í gær bardaga Jon Jones og Daniel Cormier á UFC 197. Bardaginn fer fram þann 23. apríl á UFC 197.

UFC vonaðist eftir að setja saman bardaga Jones og Cormier í Madison Square Garden í New York en því miður er MMA enn bannað í New York og var tímabundnu leyfi þeirra hafnað. Þess í stað fer bardaginn fram í MGM Grand Arena í Las Vegas.

Jon Jones var sviptur léttþungavigtartitlinum í fyrra eftir að hafa ollið þriggja bíla árekstri og hlaupið af vettvangi. Hann var settur í tímabundið bann af UFC en á sama tíma varð Daniel Cormier meistarinn.

Cormier varði beltið sitt gegn Alexander Gustafsson í október og mun næsta titilvörn vera gegn eina manninum sem hefur unnið hann í búrinu, Jon Jones.

Á sama kvöldi mun Demetrious Johnson mæta Henry Cejudo um fluguvigtartitilinn. Johnson er einn allra besti bardagamaður heims og sá eini sem haldið hefur fluguvigtarbelti UFC. Henry Cejudo hefur sigrað alla fjóra bardaga sína í UFC og hlaut gullverðlaun í ólympískri glímu á Ólympíuleikunum árið 2008.

ufc 197

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular