spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones og Daniel Cormier mætast á UFC 214 - fjölmargir bardagar...

Jon Jones og Daniel Cormier mætast á UFC 214 – fjölmargir bardagar staðfestir

UFC hélt sérstakan blaðamannafund til að kynna það sem framundan er í vændum í sumar. UFC staðfesti nokkra bardaga og þar á meðal var bardagi Jon Jones og Daniel Cormier.

UFC 211 fer fram á morgun en áður en sjónvarpsvigtunin hófst fór blaðamannafundur fram. Þar staðfesti UFC að þeir Daniel Cormier og Jon Jones muni mætast öðru sinni á UFC 214 þann 29. júlí í Anaheim, Kaliforníu.

Jon Jones afplánar eins árs keppnisbann sem stendur en banninu lýkur í byrjun júlí. Þeir Jones og Cormier áttu að mætast á UFC 200 í fyrra en örfáum dögum fyrir bardagann kom í ljós að Jones hefði fallið á lyfjaprófi. Enn einu sinni munu þeir reyna að mætast aftur en kapparnir mættust á UFC 182 í janúar 2015 þar sem Jones sigraði.

Cormier er léttþungavigtarmeistarinn en hann hefur haldið beltinu síðan Jones var sviptur titlinum árið 2015. Jones mun freista þess að ná aftur beltinu í júlí en óvíst er hvort þetta verði aðalbardagi kvöldsins.

UFC tilkynnti einnig nokkra aðra bardaga. Amanda Nunes mætir Valentinu Shevchenko á UFC 213 þann 8. júlí þar sem bantamvigtartitill kvenna verður í húfi.

Daginn fyrir munu þeir Justin Gaethje og Michael Johnson mætast í aðalbardaganum á TUF Finale í Las Vegas. Þetta verður frumraun fyrrum WSOF léttvigtarmeistarans Gaethje í UFC og ríkir mikil eftirvænting eftir komu hans.

Þá staðfesti UFC bardaga Chris Weidman og Kelvin Gastelum á UFC on FOX bardagakvöldinu á Long Island í New York þann 22. júlí.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular