spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones rífur skilorð vegna frekari umferðarlagabrota

Jon Jones rífur skilorð vegna frekari umferðarlagabrota

Enn á ný er Jon Jones kominn í kast við lögin. Jones var fyrr í dag handtekinn eftir að hafa framið minniháttar umferðarlögbrot.

Hinn 28 ára Jon Jones var handtekinn eftir brot á skilorði sínu. Síðastliðinn fimmtudag var Jon Jones stöðvaður af lögreglunni eftir spyrnukeppni og fjögur önnur minniháttar brot.

Myndband af samtali Jones og lögreglumannsins má sjá hér að ofan en þar má sjá Jones pirraðan, blótandi lögreglumanninum og þverneitar fyrir að hafa verið í spyrnu.

Jones fékk 18 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa valdið þriggja bíla árekstri í apríl. Jones ók á bíl óléttrar konu og flúði svo af vettvangi en skömmu síðar var Jones sviptur léttþungavigtartitli sínum. Nýjasta brotið hans kemur aðeins mánuði eftir að hann var stöðvaður að lögreglunni eftir þrjú umferðarlagabrot.

Málið mun fara fyrir rétt áður en skilorðsfulltrúi Jones ákveður hvort Jones hafi í raun rofið skilorðið eða ekki.

Þetta eru auðvitað minniháttar umferðarlagabrot en málið yrði aldrei jafn stórt ef Jones væri ekki ítrekað að komast í kast við umferðarlögin. Auk fyrrgreindra brota ók Jones Bentley bifreið sinni á tré undir áhrifum áfengis árið 2012.

Ef Daniel Cormier, mótherji Jones í hans næsta bardaga, hefði verið handtekinn fyrir spyrnukeppni (þó án þess að fara yfir hámarkshraða eins og Jones gerði) værum við sennilega ekki að skrifa um þetta. En af því að þetta er Jones er þetta talsvert stærra mál.

Ástæðan fyrir því af hverju þetta er svona stórt mál er vegna fortíðar Jones. Orðspor hans bakvið stýrið er einfaldlega hræðilegt. Ef hann væri ekki í þeirri aðstöðu þar sem minniháttar umferðarlagabrot gætu komið honum í fangelsi værum við ekki að tala um þetta.

Þá mun Jon Jones líklegast vera í gæsluvarðhaldi til morguns.

Enn sem komið er mun Jon Jones mæta Daniel Cormier á UFC 197 þann 23. apríl. Þetta verður fyrsti bardagi Jones síðan upp komst um kókaínneyslu hans, síðan hann keyrði á ólétta konu og síðan hann framdi átta umferðarlagabrot.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular