Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentUFC 200 tekur á sig mynd

UFC 200 tekur á sig mynd

UFC-200-645x370UFC hefur ekki enn staðfest neinn bardaga á UFC 200 en fimm bardagar eru sagðir vera í smíðum.

Talið er að seinni viðureign Conor McGregor og Nate Diaz verði aðalbardaginn á UFC 200 þó UFC hafi enn sem komið er ekki staðfest bardagann. Nate Diaz sigraði Conor McGregor á UFC 196 fyrr í mars og bendir allt til þess að þeir mætist í annað sinn í sumar.

Í gær greindu fjölmiðlar frá því að Johny Hendricks muni mæta Kelvin Gastelum á kvöldinu og þá munu reynsluboltarnir Joe Lauzon og Diego Sanchez leiða saman hesta sína í fyrsta sinn. Samanlagt eru þeir Lauzon og Sanchez með 43 bardaga að baki í UFC og mun þessi bardagi eflaust verða blóðugt stríð.

Eins og áður hefur komið fram mun Cain Velasquez mæta Travis Browne á UFC 200 og Derek Brunson mætir Gegard Mousasi. Eins og áður segir er enginn af þessum bardögum staðfestir af hálfu UFC en fjölmargir fjölmiðlar hafa greint frá bardögunum.

Bardagaaðdáendur bíða þó spenntir eftir því að UFC tilkynni stærri bardaga svo sem titilbardaga í léttvigt eða veltivigt. Hvorki Robbie Lawler né Rafael dos Anjos eru með bardaga enn sem komið er og má reikna með að annar hvor þeirra verji titilinn sinn á UFC 200.

UFC 200 fer fram þann 9. júlí á T-Mobile Arena í Las Vegas en þetta verður fyrsti viðburður UFC í þessari nýju höll.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular