spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones gripinn við akstur án bílprófs

Jon Jones gripinn við akstur án bílprófs

jon jones glassesJon Jones er enn einu sinni í vandræðum. Í þetta sinn var hann að keyra án þess að vera með bílpróf.

Jon Jones hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að vera valdur að þriggja bíla árekstri í apríl. Jones flúði vettvang og gaf sig svo fram sólarhring síðar. Hann var í kjölfarið sviptur léttþungavigtarbeltinu og settur í tímabundið bann af UFC.

Nú hefur Jon Jones enn einu sinni komist í kast við lögin. Þann 31. janúar var Jones tekinn við akstur án ökuleyfis. Jones þarf því að mæta fyrir umferðardómstól á miðvikudaginn.

Það er auðvitað lögbrot að keyra án þess að vera með bílpróf og því er þetta brot á 18 mánaða skilorði hans.

Þegar Jones fékk upphaflega skilorðsbundna refsingu var ekki hakað í kassa á sérstöku eyðublaði þar sem segir að „bannað sé að keyra án ökuleyfis“. Ef það hefði hins vegar verið gert þyrfti núna að ákveða nýja refsingu vegna bílslyssins sem Jones varð valdur í apríl.

Það er hins vegar almenn regla að ekki megi brjóta lög á skilorði og er það nú í höndum saksóknara að ákveða hvort farið verði fram á að skilorð Jones verði afturkallað.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jones gerist sekur um umferðarlagabrot en í maí 2012 keyrði hann Bentley bifreið sína á tré eftir ölvunarakstur.

Á laugardagskvöldið tilkynnti UFC bardaga Jon Jones og Daniel Cormier á UFC 197 í Las Vegas. Bardaginn fer fram þann 23. apríl og verður það fyrsti bardagi Jones síðan hann vann Cormier þann 3. janúar 2015.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular