Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJon Jones var í meðferð í eina nótt

Jon Jones var í meðferð í eina nótt

Jon-JonesMóðir Jon Jones, léttþungavigtarmeistara UFC, segir son sinn hafa enst eina nótt á meðferðarheimili. Meistarinn skráði sig sjálfur í meðferð eftir hafa fallið á lyfjaprófi vegna niðurbrotsefna kókaíns.

Camille Jones, móðir meistarans, segir að Jones hafi yfirgefið meðferðarheimilið eftir aðeins eina nótt en yfirleitt tekur vímuefnameðferð heldur lengri tíma. Óvíst er hvort meðferð hans sé lokið eða hvort hún haldi áfram utan meðferðarheimilisins. Jones hefur ekki tjáð sig um hvers vegna hann fór svo fljótt.

Camille var vonsvikin með ákvörðun sonarins en fagnar því að upp hafi komist um neysluna því það varð til þess að hann leitaði hjálpar.

„Ég er ánægð með að þetta kom fyrir Jon, þetta stoppaði hann og kom honum í skilning um að hann þyrfti kannski að losa sig við suma vini, þú veist, því það eru ekki allir hollur félagsskapur,“ sagði Camille í viðtali við WBNG Action Sports. „Þannig að þetta er gott fyrir fjölskylduna okkar, svo við vorum ekki reið. Ég og eiginmaður minn teljum það blessun frá Guði að hægt var að hjálpa barninu okkar og láta hann vita að hann þyrfti að hætta og að hann þyrfti hjálp til að hætta áður en þetta yrði eitthvað verra.“

Hún hefur ekki áhyggjur af langtímaáhrifum kókaínneyslu hans.

„Þetta hafði ekki áhrif á frammistöðu hans, þetta var ekki í kerfinu hans þegar bardaginn fór fram svo að hann er ennþá góður íþróttamaður. Þannig að ég er ánægð með að þetta var stoppað áður en eitthvað alvarlegt kom út úr þessu.“

spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular