Monday, June 24, 2024
spot_img
HomeForsíðaMMA fréttamolar

MMA fréttamolar

Undanfarið hefur lítið annað komist að í MMA heiminum en lyfjapróf Jon Jones. Við lítum í dag yfir hvað annað hefur verið að gerast undanfarna daga sem hefur fallið í skuggann á kókaínhneykslinu.

Donald Cerrone komst í fréttirnar fyrir að samþykkja bardaga á móti fyrrverandi meistara í léttvigt, Ben Henderson, aðeins tveimur vikum eftir bardaga hans við Myles Jury. Cerrone er að taka mikla áhættu á móti andstæðingi sem hefur sigrað hann tvisvar þegar bardagi um titilinn er nánast innan seilingar eftir sex sigra í röð. Takist honum að sigra Henderson verður ekki hægt að neita honum um titilbardaga.

lombardpalhares

Í veltivigt er biðstaða. Til stóð að Johny Hendricks og Robbie Lawler myndu berjast í þriðja sinn en Lawler hefur óskað eftir fríi fram á sumar. Það hefur því verið ákveðið að Hendricks berjist við Matt Brown í sumar. Á meðan bíður Rory MacDonald á hliðarlínunni en áður var búið að lofa honum titilbardaga. Þar sem það er ekki mögulegt mætir hann þess í stað hinum hættulega Hector Lombard í apríl í bardaga sem gæti skorið úr hver er næstur í röðinni en hver veit hvernig þetta mun spilast.

Í svipuðum bardaga í millivigt mætast svo Lyoto Machida og Luke Rockhold, líka í apríl. Chris Weidman ver titilinn gegn Vitor Belfort í lok febrúar en þar sem búið er að lofa Anderson Silva bardaga gegn sigurvegaranum, nái hann að sigra Nick Diaz í lok janúar, verða Machida og Rockhold að berjst um næst efsta sætið í riðlinum.

rockhold

Fleiri áhugaverðir bardagar voru nýlega tilkynntir eins og bardagi Roy Nelson og Alistair Overeem sem skiptir kannski ekki miklu máli í þyngdarflokknum en ætti að verða mjög skemmtilegur að horfa á. „Big Country“ getur rotað hvern sem er en hann býr ekki yfir sömu tækni og hollenska tröllið. Overeem er hins vegar með viðkvæma höku sem gerir þennan bardaga mjög spennandi.

Sumir hafa gaman af að koma sér í fréttirnar bara til að vekja athygli á sér eins og Cody McKenzie sem skoraði á Dana White í bardaga. McKenzie hefur áður látið hörð orð falla um UFC en hann er greinilega ekki hættur að rífa kjaft.

Brendan Schaub, sem hefur tapað fjórum af síðustu sex bardögum sínum í UFC, tók sig svo til og skoraði á Brock Lesnar. Sögusagnir hafa verið í gangi um hugsanlega endurkomu Lesnar svo Schaub sá leik á borði í von um stóran bardaga. Í tilraun til að espa upp glímutröllið sagði Schaub „I´ll send you back to fake wrestling“. Hvort sem það takist verður tíminn að leiða í ljós.

RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Djöfull þoli ég ekki Schaub!!!! Ótrúlegt að Anderson eigi að fá title shot ef hann vinnur Diaz guð minn góður. Anderson ætti að berjast á móti Jacare eða Machida til að fá titleshot mér er alveg sama ef hann er vinur þeirra. Hendricks átti ekki að fá trilogy bardaga strax fyrst að vinna sig upp eins og Lawler gerði til að fá annan sjens. Sigurvegari í Lombard vs McDonald á að fá næsta titleshot end of story. En já Brendan Schaub please retire

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular