spot_img
Sunday, October 6, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJohny Hendricks mætir Matt Brown í mars - Lawler fær lengra frí

Johny Hendricks mætir Matt Brown í mars – Lawler fær lengra frí

Johny-HendricksJohny Hendricks og Matt Brown mætast á UFC 185 í mars. Plan UFC um að klára trílogíu Robbie Lawler og Johny Hendricks er í biðstöðu þar sem meistarinn Robbie Lawler vildi fá lengra frí eftir annasamt ár.

Í síðustu viku staðfesti UFC að þeir Johny Hendricks og Robbie Lawler myndu mætast í þriðja sinn. Gríðarleg óánægja ríkti meðal bardagaaðdáenda og mörgum fannst Rory MacDonald eiga titilbardagann skilið. Hendricks og Lawler mættust síðast á UFC 181 í desember þar sem Lawler fór með sigur af hólmi.

Johny Hendricks barðist aðeins einu sinni árið 2014 og hafði áhuga á að berjast aftur sem fyrst. Aftur á móti vildi Lawler fá lengra frí eftir að hafa barist 17 lotur á síðasta ári. Á sama tíma var Matt Brown án andstæðings en hann átti að mæta Tarec Saffiedine áður en Belginn meiddist. Því er þetta tilvalinn bardagi fyrir UFC og mjög spennandi viðureign.

Matt Brown átti að vera í aðalbardaganum á UFC Fight Night þann 14. febrúar en eftir að Saffiedine meiddist gekk erfiðlega að fá andstæðing með svo skömmum fyrirvara. Matt Brown mun þess í stað berjast á UFC 185 mánuði síðar þann 14. mars. Í aðalbardaganum þann 14. febrúar verður spennandi veltivigtarslagur þegar þeir Brandon Thatch og Stephen Thompson mætast.

Rory MacDonald mætir Hector Lombard á UFC 186 í apríl. Sigri Hendricks í mars mun MacDonald væntanlega þurfa að bíða enn lengur eftir titilbardaga takist MacDonald að sigra Lombard.

Veltivigtin er gríðarlega spennandi þessa stundina og virðist ekkert neglt í steininn hvað varðar næsta titilbardaga. Takist Nick Diaz að sigra Anderson Silva í lok mánaðar gæti UFC ákveðið að gefa honum næsta titilbardaga. Kannski er Georges St. Pierre á leiðinni til baka og það myndi setja allt í háaloft í þyngdarflokknum. Það gæti einnig útskýrt hvers vegna Rory MacDonald hefur ekki enn fengið titilbardaga.

UFC 185 fer fram þann 14. mars og er bardagakvöldið farið að líta ansi vel út.

Titilbardagi í léttvigt: Anthony Pettis gegn Rafael dos Anjos
Veltivigt: Johny Hendricks gegn Matt Brown
Þungavigt: Roy Nelson gegn Alistair Overeem

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular