spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJón Viðar: Magnús í mjög góðu standi eftir bardagann

Jón Viðar: Magnús í mjög góðu standi eftir bardagann

maggi-em-2016Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson kepptu báðir í dag á fyrsta degi Evrópumótsins í MMA. Við heyrðum í Jóni Viðari Arnþórssyni, forseta Mjölnis, og fengum að vita nánar um bardagana.

Jón Viðar, Árni Ísaksson og Kjartan Páll Sæmundsson (ljósmyndari) eru með keppnishópnum í för í Prag.

Magnús Ingi vann Riyaad Pandy frá Suður-Afríku fyrr í dag eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu. „Hann [andstæðingur Magnúsar] var svona slugger og bolti, byrjaði strax að reyna að bomba í Magga. Maggi hélt þokkalegri fjarlægð og varði allt sem hann kom með,“ segir Jón Viðar um bardagann hjá Magnúsi.

„Þeir enduðu í clinchinu og í gólfinu þar sem Maggi náði toppstöðu strax. Maggi náði side control og mount þar til hann snéri sér á magann og kláraði Maggi hann með höggum í gólfinu. Dómarinn stoppaði bardagann á sama tíma og bjallan hringdi. Maggi náði 10-20 góðum höggum og dómarinn var búinn að sjá nóg.“

Magnús keppir aftur á morgun og mætir þá Tékkanum Tomas Fiala sem sat hjá í fyrstu umferð. „Maggi er í mjög góðu standi. Slapp mjög vel úr þessum bardaga,“ segir Jón Viðar um ástandið á Magnúsi. Flottur sigur hjá Magnúsi og verður spennandi að fylgjast með honum á morgun.

Birgir Örn Tómasson mátti hins vegar sætta sig við tap gegn Attila Cziffra frá Ungverjalandi. „Biggi var miklu betri allan bardagann. Var að ná góðum spörkum og höggum, stjórnaði búrinu algjörlega á meðan hinn bakkaði og bakkaði.“

„Biggi var að reyna að rota hann og um leið og hann stígur inn sparkar gæjinn í hausinn á Bigga. Þetta var bara heppnisspark. Biggi vankaðist aðeins, snéri sér við og dómarinn stoppaði bardagann. Biggi var ekkert svo meiddur og hefði getað jafnað sig en dómararnir eru að stoppa bardagana hérna frekar fljótt.“

Birgir Örn er því úr leik í þetta sinn en sjö Íslendingar eiga eftir að keppa meira. Á morgun, miðvikudag, keppa þeir Egill, Bjartur, Hrólfur og Björn sína fyrstu bardaga og þá keppir Magnús sinn annan bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular