spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJón Viðar: Ólýsanleg tilfinning

Jón Viðar: Ólýsanleg tilfinning

Opnunarhátíð Mjölnis fór fram í dag þar sem nýja aðstaða félagsins var formlega opnuð í Öskjuhlíðinni. Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, var að vonum ánægður á opnuninni.

Það hefur verið unnið hörðum höndum í framkvæmdum hússins undanfarna mánuði. Í dag var aðstaðan opnuð og er svo sannarlega í heimsklassa.

Jón Viðar segir þetta vera ólýsanlega tilfinningu að vera að opna höllina enda tveggja ára vinna að baki. Í nýju aðstöðunni verða fjórir æfingasalir, rakarastofa, nuddstofa, bar og verslun. Æfingar samkvæmt stundaskrá hefjast á mánudaginn en þó á eftir að klára eitt og annað í húsinu.

Mikill fjöldi var mættur á opnunina í dag og fólk á öllum aldri. Gunnar Nelson og Sunna Rannveig árituðu myndir og sátu fyrir myndum. Að sögn Jóns Viðars er ekki ákveðið hvernig æfingabúðum Gunnars fyrir næsta bardaga verður háttað en Gunnar mætir Alan Jouban þann 18. mars í London.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular