0

Jorge Masvidal ekki spenntur fyrir að mæta Gunnari: Hann myndi bara reyna að hnoðast á mér

Jorge Masvidal er í leit að bardaga eftir að hafa ekkert barist árið 2018. Masvidal hefur þó lítin áhuga á bardaga gegn Gunnari Nelson miðað við ummæli hans á dögunum.

Jorge Masvidal er vanalega duglegur að berjast en hefur nú ekki barist síðan hann tapaði fyrir Stephen Thompson í nóvember 2017. Masvidal er með tvö töp í röð og er nú spenntur fyrir því að berjast eftir langa fjarveru.

Talið var að Jorge Masvidal myndi mæta Nick Diaz en Dana White, forseti UFC, sagði á dögunum að Nick Diaz væri ekki á leið í búrið á næstunni. Masvidal er því án andstæðings en í þætti MMA Junkie Radio talaði Masvidal um mögulega andstæðinga.

Masvidal vill endilega berjast við annan hvort Diaz bróðurinn en vilji þó ekki bíða of lengi. Hann gæti mögulega farið niður í léttvigt aftur og væri líka opinn fyrir því að berjast við liðsfélaga sinn Santiago Ponzinibbio.

Masvidal virtist þó ekki vera spenntur fyrir því að mæta Gunnari. „Gunnar myndi bara reyna að riðlast á mér og hnoðast (e. dry hump) og kela við lærin mín og svona. En ég myndi rota hann,“ sagði Jorge Masvidal um mögulegan bardaga gegn Gunnari.

Masvidal hefur heyrt að UFC ætli að halda bardagakvöld í Miami í apríl, heimaborg Masvidal, og vill hann endilega berjast þar.

„Ég vonast til að lúskra á einhverjum í borginni minni en ég vil einhvern sem er á topp 5 eða topp 10 á styrkleikalistanum. Ég vil einhvern sem getur boðið upp á góðan bardaga fyrir áhorfendur, ekki einhvern sem ætlar bara að hnoðast á mér. Einhvern sem ætlar að slást við mig allan tímann.“

Viðtalið má hlusta á hér að neðan:

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.