0

Tappvarpið 56. þáttur: Hvað er næst fyrir Gunnar, UFC 232 og árið 2018 gert upp

Nýjasta Tappvarpið er ansi veglegt. Í þættinum er farið yfir hver næstu skref Gunnars Nelson gætu verið, UFC 232 og svo er árið 2018 gert upp.

Gunnar Nelson sigraði Alex Oliveira á UFC 231 í desember. Gunnar vill berjast á UFC bardagakvöldinu í London í mars og er nú í leit að andstæðingi. Ekkert hefur verið staðfest fyrir Gunnar og fórum við yfir mögulega andstæðinga sem Gunnar gæti fengið.

UFC 232 fór fram í lok ársins þar sem Jon Jones sigraði Alexander Gustafsson og Amanda Nunes rotaði Cris ‘Cyborg’ Justino en í þættinum fórum við stuttlega yfir bardagakvöldið.

Stærsti hluti þáttarins fór hins vegar í að gera aðeins upp árið 2018. Þar voru nokkrir flokkar sem sem bardagamaður ársins, rothögg ársins, atvik ársins og fleiri voru valin.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.