Nýjasta Tappvarpið er ansi veglegt. Í þættinum er farið yfir hver næstu skref Gunnars Nelson gætu verið, UFC 232 og svo er árið 2018 gert upp.
Gunnar Nelson sigraði Alex Oliveira á UFC 231 í desember. Gunnar vill berjast á UFC bardagakvöldinu í London í mars og er nú í leit að andstæðingi. Ekkert hefur verið staðfest fyrir Gunnar og fórum við yfir mögulega andstæðinga sem Gunnar gæti fengið.
UFC 232 fór fram í lok ársins þar sem Jon Jones sigraði Alexander Gustafsson og Amanda Nunes rotaði Cris ‘Cyborg’ Justino en í þættinum fórum við stuttlega yfir bardagakvöldið.
Stærsti hluti þáttarins fór hins vegar í að gera aðeins upp árið 2018. Þar voru nokkrir flokkar sem sem bardagamaður ársins, rothögg ársins, atvik ársins og fleiri voru valin.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023