Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeForsíðaTveir tugir írskra bardagamanna taka æfingabúðir á Íslandi í febrúar

Tveir tugir írskra bardagamanna taka æfingabúðir á Íslandi í febrúar

Um það bil 20 írskir bardagamenn munu koma hingað til landsins í febrúar til að taka æfingabúðir í Mjölni. Meirihlutinn af hópnum mun berjast á Bellator 217 bardagakvöldinu þann 23. febrúar í Dublin.

SBG á Írlandi og Mjölnir hafa lengi verið í samstarfi. Bardagamenn frá Mjölni hafa farið til Írlands til að æfa og hafa þeir írsku komið hingað til lands til að æfa. Í febrúar mun hópur írskra bardagamanna koma hingað til lands í tveggja vikna æfingabúðir fyrir Bellator 217.

Á Bellator 217 verður John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og yfirþjálfari SBG á Írlandi, með 13 bardagamenn á kvöldinu. Það verður nóg um að vera hjá honum en allir 13 bardagamennirnir koma hingað til lands í tvær vikur til að undirbúa sig fyrir bardaga sína. Æfingabúðirnar byrjuðu heima á Írlandi í janúar og klára þeir æfingabúðirnar með tveimur vikum á Íslandi frá 2. til 16. febrúar. Síðasta vikan verður síðan róleg heima í Dublin rétt fyrir bardagana.

Meðal þeirra sem koma hingað til lands eru þeir James Gallagher og auðvitað John Kavanagh sjálfur. Gallagher verður í aðalbardaganum á Bellator 217 en hann mætir Steven Graham í bantamvigt.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular