0

Jorge Masvidal um atvikið gegn Leon Edwards

Það varð allt vitlaust baksviðs á UFC bardagakvöldinu í London á milli Jorge Masvidal og Leon Edwards. Jorge Masvidal yfirgaf viðtal og réðst að Leon Edwards.

Jorge Masvidal náði frábærum sigri á Darren Till í gær og Leon Edwards sigraði Gunnar Nelson. Eftir sigur Masvidal var hann í viðtali á ESPN+ þegar Leon Edwards gekk framhjá. Þeir áttu í orðaskiptum og yfirgaf Masvidal viðtalið til að eiga orð við Edwards. Allt varð vitlaust upp frá því og kýldi Masvidal Edwards.

Í öðru viðtali við ESPN eftir atvikið sagði Masvidal sína hlið á málunum.

„Hann [Leon Edwards] var með kjaft á samfélagsmiðlum. Ég sá hann hér í vikunni og hann talaði aldrei við mig eins og maður og var að forðast mig. Svo er ég í þessu viðtali og þessar bullur koma og segja að ég verði laminn í júlí. Ég segi kannski því kannski vil ég berja þig í apríl, kannski vil ég ekki bíða alveg þangað til í júlí. Kannski nenni ég ekki að fara í heilar æfingabúðir fyrir þig þannig að ég berst bara við þig hér og nú. Af því að þú ert lítilsverður maður,“ sagði Masvidal við ESPN eftir atburðarrásina.

„Ég sagði honum bara að segja þetta við mig fyrir framan mig eins og maður í staðinn fyrir að vera að labba burt. Við erum báðir karlmenn. Ég labba að honum með hendur fyrir aftan bakk til marks um að ég vilji engin vandræði en hann setur hendurnar upp og labbar að mér. Á mínum heimaslóðum ertu að fara að kýla mig ef þú gerir það og það var ekki að fara að gerast. Þannig að ég gaf honum þrjú góð högg og kom mér út.“

Hvorki Masvidal né Edwards var hleypt á blaðamannafundinn eftir bardagakvöldið og yfirgáfu þeir báðir höllina eftir atvikið. Edwards fékk skurð eftir höggin frá Masvidal en ætlar ekki að kæra atvikið.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.