spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJose Aldo mætir Conor McGregor þann 11. júlí (staðfest)

Jose Aldo mætir Conor McGregor þann 11. júlí (staðfest)

Aldo-vs-McGregorUFC hefur staðfest að Jose Aldo muni berjast gegn Conor McGregor á UFC 189 þann 11. júlí. Óttast var að Aldo myndi ekki geta barist vegna meiðsla en fjaðurvigtarmeistarinn ætlar að berjast.

UFC hefur fengið staðfestingu frá nokkrum læknum að Aldo hafi ekki brotið rifbein. Samkvæmt læknisskoðun er Aldo með mar á rifbeini og áverka á brjóski milli rifbeinanna.

Aldo ætlar sér að berjast gegn McGregor þann 11. júlí þrátt fyrir áverkana. UFC er þó með varaáætlun ef það gengur ekki eftir og mun Chad Mendes vera til taks. Ef Aldo getur ekki berst munu þeir Mendes og McGregor berjast um svo kallaðan bráðabirgðatitil (e. interim title).

Þetta eru frábærar fréttir fyrir bardagaaðdáendur en bardaginn verður án nokkurs vafa stærsti bardagi ársins. Conor McGregor var ekki lengi að tjá sína skoðun á meiðslunum og sagði þetta á Twitter:

UFC 189 fer fram í Las Vegas þann 11. júlí. Conor McGregor og Jose Aldo mætast í aðalbardaga kvöldsins en Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch á sama kvöldi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular