spot_img
Sunday, October 6, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJose Aldo meiddur - berst ekki við Mendes á UFC 176

Jose Aldo meiddur – berst ekki við Mendes á UFC 176

Jose-Aldo-2Fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo hefur þurft að draga sig úr bardaganum gegn Chad Mendes á UFC 176. Aldo er meiddur og getur ekki barist á UFC 176 en bardagakvöldið fer fram 2. ágúst.

Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir bardagaaðdáendur enda var bardagans beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Aldo meiðist fyrir bardaga en hann hefur þurft að draga sig úr bardaga á UFC 125, UFC 149, UFC 153 og nú á UFC 176. Á öllum þessum viðburðum átti Aldo að vera í aðalbardaga kvöldsins.

Ekki er vitað um alvarleika meiðslanna en bardagakvöldið er sem stendur án aðalbardaga. Þetta eru auðvitað slæmar fréttir fyrir UFC þar sem meistarar eins og Anthony Pettis, Cain Velasquez og Johny Hendricks hafa lengi verið á hliðarlínunni vegna meiðsla.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular