Fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo hefur þurft að draga sig úr bardaganum gegn Chad Mendes á UFC 176. Aldo er meiddur og getur ekki barist á UFC 176 en bardagakvöldið fer fram 2. ágúst.
Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir bardagaaðdáendur enda var bardagans beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Aldo meiðist fyrir bardaga en hann hefur þurft að draga sig úr bardaga á UFC 125, UFC 149, UFC 153 og nú á UFC 176. Á öllum þessum viðburðum átti Aldo að vera í aðalbardaga kvöldsins.
Ekki er vitað um alvarleika meiðslanna en bardagakvöldið er sem stendur án aðalbardaga. Þetta eru auðvitað slæmar fréttir fyrir UFC þar sem meistarar eins og Anthony Pettis, Cain Velasquez og Johny Hendricks hafa lengi verið á hliðarlínunni vegna meiðsla.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023