spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTJ Dillashaw vs. Renan Barao 2 í ágúst?

TJ Dillashaw vs. Renan Barao 2 í ágúst?

t.j.dillashawAllt bendir til þess að TJ Dillashaw og Renan Barao eigist við á UFC 177 þann 30. ágúst. Þetta er afar undarlegt í ljósi þess að TJ Dillashow gjörsigraði Renan Barao í maí á þessu ári.

Renan Barao og TJ Dillashaw mættust fyrst á UFC 173 þann 24. maí síðastliðinn. Skemmst er frá því að segja að TJ Dillashaw hafi gengið frá þáverandi meistaranum Barao og endaði á að sigra með tæknilegu rothöggi í 5. lotu. Renan Barao hafði fram að því ekki tapað í 33 bardögum í röð og var talinn mun sigurstranglegri en Dillashaw. Dillashow tók öll völdin í bardaganum eftir að hann kýldi meistarann niður í 1. lotu og sigraði sannfærandi.

Þrátt fyrir sannfærandi sigur Dillashaw ætlar UFC að gefa Barao annað tækifæri. Bardaganum hefur vægast sagt ekki verið vel tekið meðal aðdáenda. Af hverju UFC vill endurtaka leikinn þegar svo stutt er síðan þeir mættust, og sérstaklega í ljósi þess hve sannfærandi sigur Dillashaw var, er afar undarlegt.

UFC hefði getað gefið Raphael Assuncao titilbardaga gegn Dillashaw en Assuncao sigraði Dillashaw í september í fyrra. Það er ljós að það verður erfitt fyrir UFC að selja aðdáendum þennan bardaga.

UFC 177 fer fram í Sacramento í Kaliforníu en TJ Dillashaw æfir hjá Team Alpha Male sem er staðsett í Sacramento. Það má því segja að Dillashaw verði á heimavelli í þessum bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular