spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJúlí 2016 besti mánuður í sögu UFC? Sjö titilbardagar

Júlí 2016 besti mánuður í sögu UFC? Sjö titilbardagar

Nú þegar síðasta UFC bardagakvöldinu í júní er lokið er vert að líta nánar á júlí. Eins og staðan er núna verða 69 bardagar í UFC í júlí og sjö titilbardagar.

Júlí veislan byrjar fimmtudaginn 7. júlí með UFC Fight Night: Dos Anjos vs. Alvarez og klárast með UFC 201 þann 30. júlí. UFC heldur þrjú bardagakvöld á þremur dögum í International Fight Week en í vikunni verða fimm titilbardagar. Lítum nánar á planið í júlí:

rda alvarez

7. júlí – UFC Fight Night: Dos Anjos vs. Alvarez
Barist um léttvigtartitilinn

Rafael dos Anjos mun verja titilinn sinn gegn fyrrum Bellator meistaranum Eddie Alvarez. Roy Nelson mætir Derrick Lewis í skemmtilegum bardaga.

tuf23finaletoday

8. júlí – TUF 23 Finale
Barist um strávigtartitilinn

Úrslitakvöld 23. seríu The Ultimate Fighter fer fram á föstudeginum en þar munu þær Joanna Jedrzejczyk og Claudia Gadelha berjast um strávigtartitilinn. Sama kvöld mun Will Brooks berjast sinn fyrsta bardaga í UFC.

ufc 200

9. júlí – UFC 200
Barist um þrjá titla

Kirsuberið á toppnum er svo UFC 200. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jon Jones og Daniel Cormier um léttþungavigtarbeltið. Miesha Tate og Amanda Nunes berjast um bantamvigtartitil kvenna og Jose Aldo og Frankie Edgar berjast um bráðabirgðarbeltið í fjaðurvigtinni. Bardagaaðdáendur munu svo sjá endurkomu Brock Lesnar, T.J. Dillashaw gegn Raphael Assuncao, Cain Velasquez og fleira og fleira.

ferguson chiesa ufc

13. júlí – UFC Fight Night: Ferguson vs. Chiesa

Enginn titill hér en miðvikudaginn eftir risahelgina í júlí fer fram ansi skemmtilegt bardagakvöld þar sem þeir Tony Ferguson og Michael Chiesa mætast í aðalbardaga kvöldsins.

holm vs shechenko

23. júlí – UFC on Fox: Holm vs. Shevchenko

Þann 23. júlí fer fram fínasta bardagakvöld í Chicago þar sem Holly Holm mætir Valentinu Shevchenko í aðalbardaganum. Anthony Johnson átti að mæta Glover Teixeira sama kvöld en Johnson þurfti að draga sig úr bardaganum á dögunum.

ufc 201

30. júlí – UFC 201
Barist um tvo titla

Síðasta bardagakvöld mánaðarins fer svo fram í lok mánaðar. Þá mætast þeir Robbie Lawler og Tyron Woodley um veltivigtartitilinn og Demetrious Johnson mætir Wilson Reis um fluguvigtartitilinn sama kvöld.

Það verður því barist um alla nema þrjá titlana í UFC í júlí.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular