Bannið sem þrír brasilískir bardagamenn fengu frá USADA í fyrra hefur verið stytt eftir rannsókn USADA. Rannsóknin leiddi í ljós að efnin sem fundust í lyfjaprófi þeirra kom úr fæðubótarefnum.
Þeir Junior dos Santos, Antonio ‘Lil Nog’ Nogueira og Marcos Rogerio de Lima hafa allir fengið bannið sitt stytt í sex mánuði. Rannsókn USADA (sem sér um öll lyfjamál UFC) sýndi fram á að tvö brasilísk apótek voru að selja menguð fæðubótarefni sem leiddi til fall á lyfjaprófi hjá þremenningunum. Ólöglegu efnin sem fundust í lyfjaprófi þeirra komu því úr fæðubótarefnum samkvæmt niðurstöðu USADA.
Junior dos Santos átti að mæta Francis Ngannou í september í fyrra en í ágúst féll dos Santos á lyfjaprófi og var tekinn úr bardaganum. Nogueira féll á lyfjaprófi sem tekið var þann 19. október 2017 en hann átti að mæta Jared Cannonier í desember áður en hann féll á lyfjaprófinu. De Lima átti að mæta Saparbek Safarov í september en var bannað að keppa eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í ágúst. Allir misstu þeir sína bardaga og þar af leiðandi af tekjum án þess að hafa vísvitandi brotið lyfjareglur UFC samkvæmt niðurstöðu USADA.
Sex mánuðir eru liðnir frá því þeir féllu á lyfjaprófi og geta þeir því allir barist aftur í UFC í dag.