spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib fær 9 mánaða bann - Conor fær 6 mánaða bann

Khabib fær 9 mánaða bann – Conor fær 6 mánaða bann

Slagsmálin eftir bardaga Khabib Nurmagomedov og Conor McGregor í október hafa nú loksins verið afgreidd. Khabib fær 9 mánaða bann á meðan Conor fær 6 mánuði og þá fengu liðsfélagar Khabib eins árs bann.

Íþróttanefndin í Nevada fylki (NAC) kom saman í dag til að taka fyrir slagsmálin sem brutust út eftir sigur Khabib gegn Conor á UFC 229. Strax eftir sigur Khabib stökk Rússinn yfir búrið til að ráðast á hornamenn Conor. Upp frá því brutust út hópslagsmál.

Khabib var fyrstur til að mæta fyrir nefndina. Hann fékk 9 mánaða bann og var sektaður um 500.000 dollara (60 milljónir íslenskra króna). Bannið gæti verið stytt í 6 mánuði ef Khabib samþykkir að taka þátt í gerð og dreifingu myndbands gegn einelti. Bannið nær frá 6. október þegar bardaginn átti sér stað og verður Khabib því frjálst að berjast þann 6. apríl í fyrsta lagi með þátttöku í myndbandinu.

Conor McGregor fékk 6 mánaða bann og var sektaður um 50.000 dollara fyrir hans þátt í slagsmálunum á UFC 229. Bannið nær frá 6. október og getur hann því barist þann 6. apríl 2019. Anthony Marnell, formaður NAC, sagði að nefndin ætlaði sér að gera bardagamenn ábyrga fyrir framkomu þeirra á blaðamannafundum. Nefndin var ekki sátt með það sem Conor var að segja við Khabib í aðdraganda bardagans en Conor talaði m.a. um föður Khabib og milliríkjadeilu Dagestan og Tjetseníu. Bardagamenn gætu því átt von á því að fá sektir eða jafnvel bann fyrir orð sín á blaðamannafundum.

Liðsfélagar Khabib sem réðust að Conor og áttu stóran þátt í slagsmálunum fengu einnig bann. Þeir Zubaira Tukhugov og Abubakar Nurmagomedov fengu báðir eins árs bann og 25.000 dollara sekt. Að sögn Ariel Helwani mun Khabib borga sekt liðsfélaga sinna og lögfræðikostnað.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular