0

Allt sem þú þarft að vita fyrir miðasöluna fyrir bardaga Gunnars í London

Gunnar Nelson Gunni Leon EdwardsGunnar Nelson mætir Leon Edwards á UFC bardagakvöldinu í London þann 16. mars. Miðasala á bardagakvöldið hefst í vikunni og má búast við að miðarnir renni hratt út.

Bardagakvöldið fer fram í The O2 Arena en UFC hefur haldið bardagakvöld þar á hverju ári frá 2014. Um 14.000-16.000 áhorfendur hafa verið á bardagakvöldunum undanfarin ár.

Almenn miðasala á bardagakvöldið hefst föstudaginn 1. febrúar kl. 10:00 á íslenskum tíma en forsölur verða á miðvikudaginn og fimmtudaginn. Miðasalan fer fram í gegnum AXS og er mælt með að tilvonandi kaupendur verði búnir að gera aðgang á síðunni áður en miðasalan hefst (sjá nánar hér). Einnig er hægt að kaupa miða í gegnum Ticketmaster en margir hafa átt í erfiðleikum með AXS.

Verðið á bardagakvöldið verður mismunandi og nær frá 50 pundum og upp í 200 pund (£50, £70, £90, £110, £140 og £200). Mest er hægt að kaupa 8 miða í einu.

Eins og áður segir verða tvær forsölur áður en almenn miðasala hefst:

UFC Fight Club forsala: Fyrsta forsalan er á miðvikudaginn 30. janúar kl. 9:00 fyrir þá sem eru meðlimir í Fight Club aðdáendaklúbbnum. Í boði er tvenns konar áskrift; annars vegar Elite áskrift á 150 dollara á ári og hins vegar Ultimate áskrift fyrir 75 dollara á ári. Meðlimir í Fight Club geta að hámarki keypt 6 miða í einu. Athugið að þetta tengist ekkert UFC Fight Pass áskrift. Smelltu hér til að gerast meðlimur í UFC Fight Club.

UFC Newsletter forsala: Seinni forsalan hefst fimmtudaginn 31. janúar kl. 10:00. Áskrifendur af fréttabréfi UFC fá aðgang að þessari forsölu. Það kostar ekkert að gerast áskrifandi af fréttabréfinu en slóðina má nálgast hér. Þetta er ódýrasta og einfaldasta leiðin til að tryggja sér miða sem fyrst en forsalan stendur yfir í takmarkaðan tíma. Smelltu hér til að gerast áskrifandi af fréttabrefinu.

Miðarnir eru fljótir að rjúka út og sérstaklega þar sem áhuginn fyrir bardagakvöldinu er mikill. Þá hafa miðasölusíður verið fljótar að grípa miða og hefur oft verið uppselt aðeins klukkutíma eftir að almenn miðasala hefst. Við hvetjum því þá Íslendinga sem vilja horfa á Gunnar að nýta sér forsölurnar til að tryggja sér miða.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.