spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib segir að Conor eigi ekki skilið að fá annan bardaga gegn...

Khabib segir að Conor eigi ekki skilið að fá annan bardaga gegn sér

Blaðamannafundur var haldinn í gær í London fyrir UFC 242 sem fer fram í september. Gestir fundarins voru þeir Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier.

Þeir Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier mætast á UFC 242 í Abu Dhabi þann 7. september. Eins og búast mátti við var Khabib spurður út í Conor McGregor og mögulegt endurat þeirra á milli ef Khabib nær að sigra Poirier.

„Hann er bara með einn sigur á síðustu þremur árum, og það á að tryggja honum annan bardaga? Hann gafst upp gegn mér, hann grátbað mig um að þyrma sér og hann talar um annan bardaga? Tony Ferguson er á undan. Þeir sem eru á sigurgöngu eru á undan en ekki gaurinn sem hefur ekki unnið neitt í þrjú ár,“ sagði Khabib.

Tony Ferguson hefur unnið 12 bardaga í röð vill ekkert meira en fá titilbardaga næst.

„Ferguson á klárlega skilið titilbardaga, en þegar hann var beðinn um að berjast við Max Holloway sagði hann nei. Vandamálin í léttvigtinni í dag eru út af honum sjálfum. Hins vegar vil ég ekki horfa fram hjá Dustin Poirier, það verður erfiður bardagi sem ég þarf að komast í gegnum fyrst,“ sagði Khabib.

Khabib fagnaði því einnig að vera að berjast utan Bandaríkjanna en faðir hans hefur ekki getað staðið í horninu hjá honum í síðustu bardögum vegna vandamála með vegabréfsáritun í Bandaríkjunum. Því er tækifæri fyrir alla fjölskylduna og vini að skreppa til Abu Dhabi. Þar verða einnig liðsfélagar Khabib sem voru dæmdir í bann af UFC fyrir þátttöku sína í uppþotinu á UFC 229.

Önnur umfjöllunarefni blaðamannafundarins voru meðal annars nýtt líf fyrir Poirier eftir að vinna titilinn, virðingin sem Khabib ber fyrir Poirier og hvaða veikleika Poirier sér í Khabib.

Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular