spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib segist ekki ætla að berjast fyrr en í nóvember

Khabib segist ekki ætla að berjast fyrr en í nóvember

Khabib Nurmagomedov fékk í gær 9 mánaða bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum eftir UFC 229 í október. Khabib er ekki sáttur með þá refsingu sem liðsfélagar hans fengu og hefur ekki áhuga á að berjast í Las Vegas aftur.

UFC 229 fór fram þann 6. október í Las Vegas þar sem Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor. Strax eftir sigurinn hoppaði Khabib yfir búrið og réðst að hornamönnum Conor. Upp frá því brutust út hópslagsmál og var Khabib, Conor McGregor, Zubaira Tukhugov og Abubakar Nurmagomedov refsað fyrir sinn þátt í slagsmálunum í gær.

Khabib fékk 9 mánaða bann og var sektaður um 500.000 dollara (60 milljónir íslenskra króna) sem er um 25% af uppgefnum tekjum hans frá bardaganum. Bannið gæti verið stytt í 6 mánuði ef Khabib samþykkir að taka þátt í gerð og dreifingu myndbands gegn einelti. Conor McGregor fékk 6 mánaða bann og var sektaður um 50.000 dollara fyrir hans þátt í slagsmálunum á UFC 229. Bannið nær frá 6. október og getur hann því barist þann 6. apríl 2019. Þeir Zubaira Tukhugov og Abubakar Nurmagomedov fengu hins vegar báðir eins árs bann og 25.000 dollara sekt.

Khabib er mjög ósáttur við þá refsingu sem liðsfélagar hans fengu og ætlar ekki að berjast fyrr en þeirra bann klárast samkvæmt umboðsmanni Khabib, Ali Abdelaziz, í samtali við ESPN. „Hann [Khabib] er búinn að fá nóg af Vegas fyrir þá þungu refsingu sem bræður hans [Tukhugov og Abubakar] fengu. Hann elskar Madison Square Garden. Það eru margir MMA aðdáendur þar og New York hefur alltaf hugsað vel um hann. Hann saknar þess að berjast í New York,“ sagði umboðsmaðurinn umdeildi.

Bann Tukhugov og Abubakar klárast þann 6. október 2019 en miðað við þessi ummæli ætlar Khabib ekki að berjast fyrr en í nóvember 2019 þegar UFC heimsækir Madison Square Garden. Þá er Abdelaziz ósáttur með sektina sem Khabib fær en hann fékk tífalt hærri sekt en Conor.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular