spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhamzat flogið til Las Vegas í frekari meðferð eftir Covid

Khamzat flogið til Las Vegas í frekari meðferð eftir Covid

Khamzat Chimaev er ennþá að glíma við eftirköst kórónuveirunnar eftir að hann smitaðist í byrjun árs. Khamzat þarf að fara í frekari meðferð í Las Vegas.

Khamzat Chimaev hefur þrisvar átt að mæta Leon Edwards en bardaginn alltaf fallið niður. Chimaev dró sig úr bardaganum í janúar eftir að hafa greinst með kórónuveiruna og var bardaginn færður til mars. Í síðustu viku var bardaginn aftur felldur niður þar sem Khamzat hefur ekki enn jafnað sig eftir veiruna.

Khamzat er að glíma við eftirköst eftir veiruna og hefur ekki getað æft almennilega í dágóðan tíma. Hann á erfitt með andardrátt og þurfti að fara með sjúkrabíl upp á spítala eftir æfingu. Hann hefur nokkrum sinnum þurft að heimsækja spítala og þarf nú að fara í frekari meðferð.

UFC ætlar að fljúga Khamzat til Las Vegas þar sem hann fær meðferð við eftirköst veirunnar. Heilsa hans er í forgangi en umboðsmaður hans vonast til að Khamzat nái að berjast í sumar.

Khamzat Chimaev hefur unnið alla þrjá bardaga sína í UFC og klárað þá án vandræða. Sigur gegn Edwards hefði fleytt honum hátt upp í veltivigtinni en eitthvað þurfa bardagaaðdáendur að bíða eftir að hann verði nógu heilsuhraustur til að berjast.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular